Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Frank-Walter Steinmeier nýr forseti Þýskalands

12.02.2017 - 13:54
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Frank-Walter Steinmeier, fyrrverandi utanríkisráðherra Jafnaðarmannaflokksins SPD var í dag kosinn nýr forseti Þýskalands. Hann fékk 931 af 1.239 gildum atkvæðum, eða 75%. Joachm Gauck, fráfarandi forseti, tilkynnti í sumar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Hann hefur verið forseti í fimm ár - frá árinu 2012.

Steinmeier var kjörinn á Bundesversammlung - Sambandslýðveldisfundi. Það er sérstök samkoma sem kemur saman í þeim eina tilgangi að kjósa forseta landins. Fulltrúar eru allir þingmenn á þýska Sambandsþinginu (Bundestag), 630 talsins, auk 630 fulltrúar sem tilnefndir eru af þingum hvers sambandsríkis Þýskalands fyrir sig.

Fulltrúar á fundinum tilnefna forseta. Frank-Walter Steinmeier var tilnefndur af ríkisstjórnarflokkunum CDU, CSU og SPD.

Þingforseti gagnrýndi Trump

Norbert Lammert, forseti þýska sambandsþingsins, gagnrýndi Donald Trump Bandaríkjaforseta, við setningu samkomunnar í morgun. Lammert gagnrýndi Trump fyrir að vilja loka sig af frekar en að lifa í opnum heimi, velja vernadarstefnu frekar en frjáls viðskipti og einangrunarstefnu í stað samvinnu. Hver sá sem þannig tali, og vilji setja sjálfan sig í fyrsta sæti, þurfi að vera viðbúinn því að aðrir bregðist við með sama hætti.Mikill meirihluti viðstaddra fagnaði þessum orðum þingforsetans, að undantölum fulltrúum AfD – Alternative für Deutschland.

Dragdrottningnin var gestur þýskra Græningja á fundinum. Hér sést hún heilsa Angelu Merkel kanslara.
 Mynd: EPA
Dragdrottningnin Olivia Jones var gestur þýskra Græningja á fundinum. Hér sést hún heilsa Angelu Merkel kanslara.