
Steinmeier var kjörinn á Bundesversammlung - Sambandslýðveldisfundi. Það er sérstök samkoma sem kemur saman í þeim eina tilgangi að kjósa forseta landins. Fulltrúar eru allir þingmenn á þýska Sambandsþinginu (Bundestag), 630 talsins, auk 630 fulltrúar sem tilnefndir eru af þingum hvers sambandsríkis Þýskalands fyrir sig.
Fulltrúar á fundinum tilnefna forseta. Frank-Walter Steinmeier var tilnefndur af ríkisstjórnarflokkunum CDU, CSU og SPD.
Þingforseti gagnrýndi Trump
Norbert Lammert, forseti þýska sambandsþingsins, gagnrýndi Donald Trump Bandaríkjaforseta, við setningu samkomunnar í morgun. Lammert gagnrýndi Trump fyrir að vilja loka sig af frekar en að lifa í opnum heimi, velja vernadarstefnu frekar en frjáls viðskipti og einangrunarstefnu í stað samvinnu. Hver sá sem þannig tali, og vilji setja sjálfan sig í fyrsta sæti, þurfi að vera viðbúinn því að aðrir bregðist við með sama hætti.Mikill meirihluti viðstaddra fagnaði þessum orðum þingforsetans, að undantölum fulltrúum AfD – Alternative für Deutschland.