Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Francois Fillon ákærður

Mynd með færslu
Francois Fillon ásamt eiginkonu sinni Penelope. Mynd: AP
Francois Fillon, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, var í dag ákærður fyrir að hafa misnotað opinbert fé. Lögmaður hans staðfesti það við AFP fréttastofuna. Fillon er gefið að sök að hafa haft eiginkonu sína og börn á launaskrá meðan hann gegndi þingmennsku, án þess að þau þyrftu að skila neinni vinnu.

Fillon, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, hefur neitað þessum ásökunum. Hann neitar því jafnframt að draga sig í hlé sem frambjóðandi hægrimanna í forsetakosningunum í vor. Skoðanakannanir sýna að fylgi við hann hefur hrunið eftir að fjölmiðlar tóku að fjalla um launagreiðslurnar til eiginkonu hans og barna. Útlit er fyrir að hann komist ekki í síðari umferð kosninganna, þar sem atkvæði verða greidd milli þeirra tveggja, sem fá mest fylgi í fyrri umferðinni.