Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Framsókn fengi 19 þingmenn

Mynd með færslu
 Mynd:
Framsóknarflokkurinn mælist með 25,4% samkvæmt nýrri fylgiskönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 22,9% myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 14,7% Samfylkingu, 10,9% Vinstri hreyfinguna grænt framboð, 7,6% Bjarta framtíð og 6,3% Pírata.

Samkvæmt þessu yrðu þingmenn Framsóknar 19, Sjálfstæðisflokks 17, Samfylkingar 10, Vinstri grænna 8, Bjartrar framtíðar 5 og Pírata 4. Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var gerð á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Úrtakið var 2700 manns, hringt var þar til náðist í 2000 manns. 67,3% þátttakenda tóku afstöðu.