Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Framleiðsla og dreifing að hefjast að nýju

16.01.2018 - 12:24
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Framleiðsla og dreifing á vörum frá bæði Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Coca Cola á Íslandi er að hefjast að nýju eftir tímabundna stöðvun í morgun. Bæði fyrirtækin hafa fengið staðfestingu á því frá Veitum og heilbrigðisyfirvöldum að vatn sem notað er við framleiðslu hjá fyrirtækjunum standist allar gæðakröfur og sé því í fullkomnu lagi.

Framleiðsla og dreifing var stöðvuð hjá báðum fyrirtækjum eftir að fréttir bárust af því í gærkvöldi að jarðvegsgerla væri að finna í neysluvatni í Reykjavík.