Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Framboðslisti Austurlistans í nýju sveitarfélagi

Mynd með færslu
 Mynd: Austurlistinn
Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, leiðir Austurlistann í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps. Kosið verður til sveitarstjórnar 18. apríl.

Austurlistinn er skilgreindur sem félagshyggjuframboð og er meðal annars skipaður fulltrúum sambærilegra framboða á Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði. Listinn er ekki bundinn einstökum stjórnmálaflokkum. Framboðslistinn var samþykktur á félagsfundi Austurlistans í gær.

Þetta er fjórði framboðslistinn sem lagður er fram í þessu nýja sveitarfélagi og á þeim öllum koma fjórir efstu fulltrúar úr öllum „gömlu“ sveitarfélögunum.   

1. Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar, Seyðisfirði
2. Kristjana (Ditta) Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
3. Eyþór Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi, Borgarfirði eystra
4. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, varafulltrúi í sveitarstjórn, Djúpavogshreppi
5. Skúli Björnsson, varabæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
6. Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs, Seyðisfirði
7. Ævar Orri Eðvaldsson, verkstjóri, Djúpavogshreppi
8. Arna Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
9. Margrét S. Árnadóttir, starfsmaður í leikskóla, Fljótsdalshéraði
10. Alda Marín Kristinsdóttir, verkefnastjóri, Borgarfirði eystra

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV