Framboðsfundur í Kópavogi

Mynd: RUV / Ruv
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna níu sem bjóða fram í Kópavogi. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2.

Viðmælendur eru:

  • Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki
  • Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð
  • Ármann Kr. Ólafsson, Sjálfstæðisflokki
  • Arnþór Sigurðsson, Sósíalistaflokki Íslands
  • Ómar Stefánsson, Fyrir Kópavog
  • Geir Þorsteinsson, Miðflokki
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Pírötum
  • Pétur Hrafn Sigurðsson, Samfylkingu
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir, Vinstri grænum

Átta flokkar buðu fram í síðustu kosningum 2014. Þrír þeirra náðu ekki inn manni, því sitja fimm flokkar í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur fékk fimm menn og myndar meirihluta með Bjartri framtíð sem fékk tvo. Samfylking er með tvo bæjarfulltrúa og Framsóknarflokkur og Vinstri græn með einn hvor flokkur.

vefritstjorn's picture
Vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi