Framboðsfundur í Árborg

Mynd: RUV / RUV
Frambjóðendur í Árborg sátu fyrir svörum á Rás 2 og ræddu helstu áherslumál fyrir kosningarnar á laugardag. Kjósendur í Árborg geta nú valið á milli sex flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra, Samfylkingar, Vinstri grænna, Miðflokks og Áfram Árborgar.

Þeir sem komu fram:
Ásta Stefánsdóttir , Sjálfstæðisflokki,
Helga S. Haraldsson Framsókn og óháðum
Eggert Val Guðmundsson Samfylkingu,
Halldór Pétur Þorsteinsson Vinstri grænum
Tómas Ellert Tómasson Miðflokki,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson frá Áfram Árborg.

Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta atkvæða og fimm menn kjörna og hefur setið einn í meirihluta þetta kjörtímabil. Alls buðu fimm flokkar fram þá. Samfylkingin fékk 2 menn, Framsóknarflokkur og Björt famtíð einn hvor flokkur. Vinstri græn náðu ekki inn manni. Björt framtíð tekur ekki þátt í slagnum núna. Miðflokkur býður fram í fyrsta sinn og nýtt framboð Áfram Árborg sem er sameiginlegt framboð Pírata, Viðreisnar og fleiri. Árborg  er áttunda stærsta sveitarfélag landsins með um 9 þúsund íbúa. Á þessu kjörtímabili hefur íbúum fjölgað um 14%.

 

arnarph's picture
Arnar Páll Hauksson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi