Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Frá Neskaupstað til Noregs

25.11.2018 - 10:51
Mynd:  / 
Helena Ólafsdóttir knattspyrnuhetja og þjálfari var gestur Felix Bergssonar í Fimmunni í þættinum Fram og til baka á Rás 2. Hún ræddi um fimm íþróttafélög sem hafa haft mikið áhrif á hana og ferilinn. Það var farið um víðan völl í skemmtilegu spjalli.

Félögin fimm sem Helena nefndi eru:

Þróttur Neskaupstað en þar byrjaði íþróttaáhuginn fyrir alvöru og Helena talaði fallega um þjálfara og aðstandendur hjá því félagi.

KR Reykjavík en þar hófst knattspyrnuferillinn fyrir alvöru með titlum og velgengni. Helena varð fyrirliði og síðar þjálfari liðsins.

Valur Reykjavík en þar fékk Helena fyrsta tækifæri sitt sem þjálfari meistaraflokks og á sama tíma tók hún við kvennalandsliðinu. Hún átti svo aftur eftir að koma við hjá Val 

Fortuna Álasund í Noregi en það var tækifæri Helenu til að reyna sig við þjálfun erlendis. Hún naut þess að búa í Noregi og á þar enn hús sem hún heimsækir við og við.

ÍA Akranesi lokar hringnum en þar býr Helena í dag ásamt sambýliskonu sinni, þjálfar og kennir. Hún nýtur lífsins á Skaganum og finnst gott að búa og vinna þar, bæði í Fjölbrautarskóla Vesturlands og hjá ÍA

Fram og til baka er á Rás 2 á sunnudagsmorgun frá kl. 8.05 til 10.00.

felix's picture
Felix Bergsson
dagskrárgerðarmaður