Forsetinn sendi Selfyssingum hamingjuóskir

Mynd með færslu
 Mynd: Arnaldur Halldórsson - ÍSÍ

Forsetinn sendi Selfyssingum hamingjuóskir

22.05.2019 - 22:36
Guðni Th. Jóhannesson óskaði Selfossi hjartanlega til hamingju með sigurinn gegn liði Hauka í handbolta þar sem þeir unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitill. Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss er bróðir forsetans.

Þetta gerði forsetinn á Facebook-síðu forsetaembættisins.

Forsetinn segist ekki leggja það í vana sinn að senda liðum slíkar kveðjur en gerir undantekningu í þetta sinn vegna bróður síns. Hann segir Patrek eiga stóran þátt í sigri Selfoss. Haukar hafi verið verðugur andstæðingur og búast megi við þeim sterkum til baka á næsta tímabili.

Með færslunni birtir forsetinn mynd af þeim bræðrum ásamt föður þeirra Jóhannesi Sæmundssyni. Hann stóð fyrir handboltanámskeiði á Selfossi fyrir tæpum 40 árum. „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið á uppbygginguna sem þá hófst! Aftur til hamingju, kæru Selfyssingar,“ segir forsetinn.

Tengdar fréttir

Handbolti

„Ég á alltaf eftir að verða Selfyssingur“

Handbolti

Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn