Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Forsetinn flýtir heimför

04.04.2016 - 10:36
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að flýta heimför sinni frá Bandaríkjunum þar sem hann er í einkaerindum. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að ekki verði gefin upp ástæða þess að forsetinn flýtir heimför. Hann átti að koma aftur til landsins á fimmtudag en kemur eldsnemma í fyrramálið.