Mynd: EPA-EFE - EPA

Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.
Fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn í sögu Túnis, Beji Caid Essebsi, er látinn 92 ára að aldri. Hann var næstelsti þjóðhöfðingi heims á eftir Elísabetu Bretadrottningu.
Essebsi glímdi lengi við veikindi og var lagður inn á sjúkrahús í síðasta mánuði og fluttur á gjörgæslu á herspítala í Túnis fyrr í dag þar sem hann lést.
Hann tók við embætti árið 2014 eftir fyrstu frjálsu forsetakosningar í sögu landsins en kjörtímabil hans átti að ljúka í nóvember. Þremur árum fyrir valdatöku Essebsi var einræðisherranum Zine El Abidine Ben Ali steypt af stóli í eftir gríðarleg mótmæli í arabíska vorinu svokallaða.