Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Forseti Túnis látinn

25.07.2019 - 10:40
Erlent · Afríka · Túnis · Stjórnmál
epa07739249 (FILE) - Nidaa Tounes (Call of Tunisia) presidential candidate Beji Caid Essebsi addresses supporters during a presidential electoral campaign rally  in Baja northwest of Tunis, Tunisia, 17 November 2014 (reissued 25 July 2019). The Tunisian Presidency on 25 July announced Essebsi died at age of 92.  EPA-EFE/MOHAMED MESSARA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn í sögu Túnis, Beji Caid Essebsi, er látinn 92 ára að aldri. Hann var næstelsti þjóðhöfðingi heims á eftir Elísabetu Bretadrottningu.

Essebsi glímdi lengi við veikindi og var lagður inn á sjúkrahús í síðasta mánuði og fluttur á gjörgæslu á herspítala í Túnis fyrr í dag þar sem hann lést.

Hann tók við embætti árið 2014 eftir fyrstu frjálsu forsetakosningar í sögu landsins en kjörtímabil hans átti að ljúka í nóvember. Þremur árum fyrir valdatöku Essebsi var einræðisherranum Zine El Abidine Ben Ali steypt af stóli í eftir gríðarleg mótmæli í arabíska vorinu svokallaða.