Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Forseti þarf að geta brugðist við

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Pálsson - RÚV
Davíð Oddsson, sem í gær tilkynnti um framboð sitt til forseta, segir að starf forseta sé um margt líkt öðrum mikilvægum störfum, svo sem störfum slökkviliðsmanna, lögreglumanna og lækna.

Ég held því fram að þetta starf sé líkt mörgum öðrum mikilvægum störfum. Menn eru þar og eru til þess að bregðast við. Ég hef nefnt slökkviliðsmenn, lögreglumenn, lækna á neyðarvakt. Þeir eru þarna til að bregðast við og þeir þurf að kunna og geta og vilja og hafa reynslu, þegar að því kemur að bregðast við. Þess á milli geta þeir sinnt atriðum sem minni eru.

Sagði Davíð Oddsson, í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag. Davíð sagði að forseti þurfi að geta brugðist við. Hann geti beitt áhrifum sínum en eigi ekki að reyna að taka áhrif frá framkvæmdarvaldinu eða þinginu, ef verið er að fara rétt með það.

Davíð segir þingið afar veikt – það ljúki ekki málum og þar fari fram upphlaup dag eftir dag eftir dag.

Ég tók nú reyndar dáldið fast á þessu þegar ég var forsætisráðherra

sagði Davíð. Agi hafi aukist í kjölfarið. Nú er sé mun meiri. Furðu lítið gerist á þinginu og ekki sé hægt að klára mál, jafnvel mánuðum saman. Það nái ekki nokkurri átt.

Davíð segist þó ekki sjá fyrir sér að forseti agi þingið. En þegar það eru veikleikamerki í þinginu, væri óðs manns æði af hálfu þjóðarinnar, að hafa sömu veikleika í forsetaembættinu.

Þá notaði Davíð tækifærið til að þakkaði Ólafi Ragnari góð störf í þágu lands og þjóðar og óska honum alls hins besta.