Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Forsætisráðherra sendir Anítu kveðju

Mynd með færslu
 Mynd:

Forsætisráðherra sendir Anítu kveðju

14.07.2013 - 16:46
Aníta Hinriksdóttir, sem varð í dag heimsmeistari í 800 metra hlaupi í flokki 17 ára og yngri, hefur fengið sérstaka kveðju frá Sigmundi Davíð gunnlaugssyni forsætisráðherra.

Í kveðjunni er Anítu óskað til hamingju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar með einstakan árangur. Heimsmeistaratitillinn sé vonandi sá fyrsti af mörgum og hann sýni hversu góðum árangri sé hægt að ná með einbeittum vilja og þrotlausri vinnu. 

„Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar óska ég þér hjartanlega til hamingju með einstakan árangur. Heimsmeistaratitill þinn, vonandi sá fyrsti af mörgum, sýnir hversu miklum árangri er hægt að ná með einbeittum vilja og þrotlausri vinnu að settu marki. Njóttu stundarinnar sem best. Við erum ákaflega stolt af þér.“ 

Tengdar fréttir

Frjálsar

Aníta: Átti ekki von á yfirburðunum

Frjálsar

Hlaupið hennar Anítu í heild sinni

Frjálsar

Aníta í flokk með Usain Bolt

Frjálsar

Aníta heimsmeistari