Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Forsætisráðherra Eþíópíu fær friðarverðlaun

11.10.2019 - 09:27
epa06633201 The leader of the 'Oromo Peoples Democratic Organization' (OPDO) Abiy Ahmed looks on during a news conference in Aba Geda, Ethiopia, 02 November 2017 (issued 27 March 2018). The ruling coalition of the 'Ethiopian Peoples
Abiy Ahmed, nýr leiðtogi stjórnarflokksins í Eþíópíu og verðandi forsætisráðherra. Mynd: EPA-EFE - EPA
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta var kunngert í Ósló í morgun klukkan níu. Verðlaunin hlýtur hann fyrir að hafa komið á friði milli nágrannaríkjanna Eþíópíu og Erítreu, að því er kemur fram í greinargerð norsku Nóbelsnefndarinnar.

Ahmed fagnaði upphefðinni með Twitterfærslu þegar honum bárust tíðindin. Hann sagði að Eþíópíumenn fögnuðu verðlaunaveitingunni. Hún væri til vitnis um að barátta hans við að koma á endurbótum og semja frið við Erítreumenn hefði vakið athygli.

Amnesty fagnar

Samtökin Amnesty International fagna ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar. Þau segjast vonast til þess að verðlaunin verði Abiy Ahmed hvatning til að bæta stöðu mannréttindamála í Eþíópíu. Hún sé með þeim hætti um þessar mundir að hætta sé á að sá árangur sem hann hefur náð frá því að hann tók við forsætisráðherraembættinu verði að engu. Samtökin benda á að átök milli ættbálka í Eþíópíu ógni stöðugleika í landinu og valdi því að mannréttindabrot færist í aukana.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV