Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Forréttindi að starfa við það sem er kærast

Mynd: ÍSTÓN / RÚV

Forréttindi að starfa við það sem er kærast

02.03.2017 - 22:19

Höfundar

„Ég heyrði spilað á fiðlu í útvarpinu þegar ég var fimm ára gömul. Þar með var ævi mín ráðin og ég hefði ekki getað óskað mér betra ævistarfs,“ sagði Rut Ingólfsdóttir, sem hlaut heiðursverðlaun Samtóns á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld.

Rut var konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur og Bachsveitarinnar í Skálholti. Hún starfaði ennfremur í Sinfóníuhljómsveit Íslands í áratugi. Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika, gefið út sólóplötur og fjölda hljómdiska í samstarfi við aðra. Hún er einn af 12 stofnendum Kammersveitar Reykjavíkur og listrænn stjórnandi í 40 ár.

„Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að taka þátt í uppbyggingu íslensks tónlistarlífs,“ sagði Rut þegar hún tók við verðlaununum.

„Það eru mikil forréttindi að fá að starfa allan sinn feril við það sem manni er kærast. Það hefur verið ævintýri líkast að leiða starf kammersveitarinnar áfram, bæði hér heima og á ferðum erlendis í um 40 ár. Verkefnin hafa verið óteljandi og ótrúlega fjölbreytt. Að geta kynnt bæði íslenska tónlist og merk verk tónlistarsögunnar fyrir Íslendingum og erlendis hefur veitt mér ómælda gleði.“

Tengdar fréttir

Tónlist

Emmsjé Gauti hlaut flest verðlaun

Íslensku tónlistarverðlaunin