Talsvert er af fólki við Hraunhafnarvatn við Melrakkasléttu þar sem leit stendur yfir af hvítabirni. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar í Norðurþingi, er á svæðinu ásamt föður sínum og fjölda annarra sem fylgjast grannt með gangi mála. Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið, bæði hátt yfir og í lágflugi að sögn Örlygs, og er lögreglumaður um borð sem skimar eftir birninum. Fleiri lögreglumenn taka þátt í leitinni með kíki.