Formanni mannréttindasamtaka vísað frá Hong Kong

13.01.2020 - 09:53
FILE - In this Thursday, Nov. 1, 2018 file photo, Kenneth Roth, Human Rights Watch's executive director, speaks during a news conference in Seoul, South Korea. Human Rights Watch says Hong Kong authorities have barred its executive director from entering the territory. The move Sunday, Jan. 12, 2020 follows China's pledge last month to sanction organizations which it said had “performed badly" in relation to anti-government protests that have roiled Hong Kong for more than seven months. (AP Photo/Lee Jin-man, File)
 Mynd: AP
Kenneth Roth, formanni mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, fékk ekki að koma til Hong Kong. Þarlend stjórnvöld meinuðu honum það þegar hann lenti á flugvellinum þar í gær. Mannréttindasamtökin ætluðu að kynna nýja skýrslu um mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda.

Í yfirlýsingu segja samtökin að ákvörðun heimastjórnarinnar í Hong Kong um að banna Roth að koma til landsins undirstriki dvínandi frelsi í landinu og aukin ítök kínverskra stjórnvalda.

Mótmæli lýðræðissinna gegn vaxandi afskiptum og áhrifum kínverskra stjórnvalda í Hong Kong hófust í júní, þegar reynt var að innleiða lög, sem heimiluðu framsal á borgurum sjálfstjórnarhéraðsins til Kína. Kínversk stjórnvöld hafa talað fyrir því að mannréttindasamtökin Human Rights Watch og önnur bandarísk mannréttindasamtök verði beitt viðskiptaþvingunum.