Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fordæmalaus ákvörðun á friðartímum

12.03.2020 - 10:33
Mynd: EPA-EFE / NEW YORK TIMES / POOL
Ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta um ferðabann milli Evrópu og Bandaríkjanna er söguleg og ljóst að hún mun hafa mikil áhrif á fjölda fólks og fyrirtæki. Forsetinn greindi frá ákvörðuninni í sjónvarpsávarpi sem hann flutti á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu.

 

Heimsglugginn að þessu sinni fjallaði eingöngu um afleiðingar COVID-19 sem nú hefur verið skilgreindur sem heimsfaraldur. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elisabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um ferðabann sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti yfir frá Evrópu, að undanskildu Bretlandi, til Bandaríkjanna í 30 daga frá og með miðnætti á föstudag. Trump sagði þetta aðgerð til að verjast „útlendri veiru“. Hann sagði og að Evrópusambandsríki hefðu ekki brugðist nægilega sköruglega við veirunni og því væri sett á algjört ferðabann frá Evrópu, að undanskildu Bretlandi.

Í Danmörku hefur öllu skólastarfi verði aflýst og meirihluti ríkisstarfsmanna sendur heim næsta hálfa mánuðinn. Þá mælast dönsk stjórnvöld til þess að öllum viðburðum þar sem fleiri en hundrað koma saman verði aflýst í landinu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, tilkynnti þetta í gærkvöld. Þá mælast dönsk stjórnvöld til þess að öllum viðburðum þar sem fleiri en hundrað koma saman verði aflýst í landinu.

Mun hertari útgöngu- og samkomureglur hafa tekið gildi á Ítalíu vegna COVID-19 faraldursins. Þegar hafði verið lýst yfir samkomu- og ferðabanni til 3. apríl. Verslunum verður lokað, að matvörubúðum og apótekum undanskildum.

 

bjornthor's picture
Björn Þór Sigbjörnsson
dagskrárgerðarmaður