Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ford og VW saman um sjálfkeyrandi bíl

12.07.2019 - 17:21
A prototype of a self-driving car is displayed in New York, Friday, July 12, 2019. Volkswagen will sink $2.6 billion into a Pittsburgh autonomous vehicle company that's mostly owned by Ford as part of a broader partnership on electric and self-driving vehicles, the companies confirmed Friday. (AP Photo/Seth Wenig)
Frumgerð sjálfkeyrandi rafbíls frá Argo AI. Mynd: AP
Bílaframleiðendurnir Volkswagen og Ford ætla að vinna saman að því að þróa rafdrifna sjálfkeyrandi bíla. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að þróunarvinnan sé afar kostnaðarsöm. Þar af leiðandi hafi Volkswagen ákveðið að leggja tvo komma sex milljarða dollara í fyrirtækið Argo AI sem vinnur að þróuninni. Það er að mestu leyti í eigu Ford.

Jim Hackett, forstjóri Ford, segir að þrátt fyrir þessa samvinnu verði fyrirtækin sjálfstæð og haldi áfram óvæginni samkeppni á bifreiðamarkaðinum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV