Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

„Fólk trúði ekki að ég gæti lært“

20.01.2016 - 20:21
Haraldur Ólafsson ólst upp á Kópavogshæli frá tveggja ára aldri en vegna líkamlegrar fötlunar hans var gert ráð fyrir að hann væri jafnframt andlega fatlaður. Stuðningur við fatlað fólk var lítill á þessum árum og lengi vel var gert ráð fyrir því að hann gæti ekkert lært.

Haraldur stundaði síðar nám í Iðnskólanum og þar kynntist hann Frímanni Inga Helgasyni sem var kennari hans og svo góður vinur til margra ára. Halli hefur verið duglegur að miðla eigin reynslu til nemenda skólans og segir Frímann að það hafi hjálpað mörgum. Halli hefur brennandi áhuga á rafmagni og vélum og segir að hann hafi fylgt honum alla tíð frá því á Kópavogshælinu.

Páll Kristinn Pálsson hefur gert heimildarmynd um líf Haraldar sem heitir Halli sigurvegar. Myndin fram frumsýnd í dag en hún er fyrsti stórviðburðurinn sem Landssamtökin Þroskahjálp standa fyrir í tilefni af fjörutíu ára afmæli samtakanna.

baldvinb's picture
Baldvin Þór Bergsson
dagskrárgerðarmaður