Gauti var mánudagsgestur Núllsins og fór vandlega yfir ferilinn, allt frá því að hann hann fékk rapparanafnið sitt á danskeppni í Seljaskóla, þangað til að hann var farinn að spila út um allt land.
Gauti hefur ekki alltaf verið sérstaklega sáttur með rapparanafnið sitt, en fyrst kom hann fram undir nafninu MC Gauti, það var í þá daga sem margir rapparar notuðu þetta forskeyti sem að þýðir Master of Ceremony eða Mic Controller. Hann íhugaði lengið að skipta og ætlaði meira að segja einu sinni að kalla sig MC Englaryk. „Ég vissi ekki á þeim tímapunkti að þetta orð væri til, hvað þá að þetta væri hardcore eiturlyf,“ segir hann og bætir við að pælingarnar á bak við nafnið hafi verið mjög grunnar.