Einar er sjálfur alinn upp í Bandaríkjunum, þar sem er stranglega bannað að nota f-orðið. Honum þótti því lengi vel afskaplega óþægilegt að nota það, þó merkingin sé ekki eins sterk hér á landi miðað við vestanhafs.
Íslenska blótsyrðið „fokk“ kemur sem slangur úr enskri tungu og varð talsvert notað á Íslandi frá árinu 1982 en orðið er líka rammíslenskt. „Það vill svo til að í málinu eru til eldri orð, alveg frá 17. öld, með nákvæmlega sama rithátt, sögnin að fokka og nafnorðið fokk, sem höfðu nokkuð fjölbreytilega merkingu,“ segir Einar. Sögnin að fokka getur þýtt á íslensku að dunda eða gaufa og nafnorðið fokk getur þýtt gaufeða lítilfjörlegt starf.
Einar segir að orðið sé þó mest áberandi sem blótsyrði í dag en hann rýndi í samfélagsmiðla til þess að átta sig betur á notkun fólks.