Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Fögnum með John Grant og sinfó!

Mynd með færslu
 Mynd: CC - Wikimedia

Fögnum með John Grant og sinfó!

24.03.2016 - 13:46

Höfundar

Skírdagur er síðasti fimmtudagur fyrir páska. Hann var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar Gyðinga. Þennan dag minnast kristnir þess að kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir hina heilögu kvöldmáltíð sem kölluð hefur verið síðusta kvöldmáltíðin.

En 6. nóvember sl. söng bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant, sem verið hefur með annan fótinn á Íslandi síðustu ár - lög sín við undirleik hljómsveitar sinnar og sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Tónleikarnir voru sendi út beint á Rás 1 og voru liður í Iceland Airwaves hátíðinni 2015. Í þættinum eru líka brot úr viðtölum sem umsjónarmaður tók við John 2011 og 2012.

John Grant er fæddur árið 1968 í Michigan og var lengi búinn að vera söngvari hljómsveitarinnar The Czars og eiginlega búinn að gefast upp á tónlistinni þegar hann gerði fyrstu sólóplötuna sína – Queen of Denmark árið 2010.

Hann fór illa með sig í langan tíma, misnotaði áfengi og önnur fíkniefni og hljómsveitin leystist á endanum upp. Hann fann sig aldrei almennilega í Czars hefru hann sagt síðar, samstarfið gekk illa.

En hann átti vini hér og þar og þeirra á meðal voru strákar í hjómsveitinni Midlake frá Denton í Texas. Þeir tóku hann hálfpartinn að sér eftir að hann yfirgaf hljómsveitina, buðu honum að koma til sín og búa hjá þeim í hljómsveitinni neðan hann myndi gera plötu, sina fyrstu sólóplötu - í hljóðverinu þeirra. Hann sagði já takk - ég kem, og Bella Union útgáfan sem hafði gefið út plötur Czars gaf svo út plötuna Queen of Denmark. Það er skemmst frá því að hún sló í gegn hjá gagnrýnendum í Evrópu aðallega og hún var t.d. valin plata ársins 2010 í tímaritinu Mojo. Þessi viðbrögð komu John gleðilega á óvart. Hann átti alls ekki von á þessum góðu viðbrögðum og í raun átti hann ekki von á neinu góðu neinstaðar frá eftir Það sem á hafði gengið á undan. John var búinn að segja skilið við áfengi og fíkniefni á þessu tíma og var að reyna að jafna sig eftir sambandsslit, og platan fjallar meira og minna um það og er mjög opinská. John er samkynhneigður og þar sem hann var alinn upp þótti það jaðra við glæp þegar hann var strákur og hann fékk að kenna á því á ýmsan hátt, og syngur um þau mál m.a, á Queen of Denmark í lögum eins og JC hates faggots. – Jesú hatar homma.

John fylgdi plötunni eftir með tónleikaferð þar sem þeir voru yfirleitt saman á sviðinu tveir, hann og félagi hans Chris Pemberton. Þeir voru einmitt tveir á sviðinu í Norðurljósum í Hörpu þegar John spilaði í fyrsta sinn á Íslandi - á Iceland Airwaves 2011. Honum leist svo vel á okkur hér, veðrið, myrkrið, tungumálið og allt þetta góða sem Ísland hefur upp á að bjóða að hann var mættur aftur strax í febrúar 2012 og síðan þá hefur Ísland verið amk. hans annað heimili.

John var tilnefndur til BRIT-verðlaunanna vorið 2014 sem besti alþjóðlegi karlsöngvarinn og tónlistarmaðurinn fyrir plötuna Pale Green Ghosts sem kom út 2012 og hann gerði hér á Íslandi að mestu með Bigga Veiru úr Gus Gus.

Haustið 2014 ferðaðist hann um England með Royal Northern Sinfonia og spilaði svo með BBC Philharmonic Orchestra í upptöku fyrir BBC Radio 6 Music. Það var semsagt búið að útsetja lög af öllum þremur plötunum hans fyrir sinfóníuhljómsveit þegar sú hugmynd kom upp að hann kæmi fram á Airwaves með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en þriðja platan hans; Grey tickles – Black pressure kom út í október í fyrra.

Í bandinu hans voru þetta kvöld þeir Jakob Smári Magnússon á bassa sem við þekkjum úr hljómsveitum eins og Grafík, Tappa Tíkarrassi, SSSÓL, Das kapital ofl. Pétur Hallgrímsson sem hefur spilað með E-X frá Hafnarfirði, Lhooq, Emiliönu Torrini, Bubba og Kylie Monigue svo einhverjir séu nefndir. Og svo Kristinn Snær Agnarsson trommari sem var t.d. fyrsti trommari Hjálma, spilar með Ásgeiri Trausta, Baggalúti ofl.

Stjórnandi var Christopher George sem var um árabil konsertmeistari skosku kammersveitarinnar og hljómsveit Covent Garden óperunnar.

Upptökumenn voru Georg Magnússon og Hjörtur Svavarsson

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson.