FME lækkar matið um 40 milljarða

22.10.2012 - 08:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Fjármálaeftirlitið hefur lækkað mat sitt á því hver heildaráhrif gengislánadóma verða um 40 milljarða eða úr 165 milljörðum niður í 125 milljarða króna.

Þetta kemur fram í frétt á vef Fjármálaeftirlitsins. Þar segir einnig að dómur Hæstaréttar í gengislánamáli Borgarbyggðar gegn Arion banka sem féll á fimmtudag minnki enn frekar þá réttaróvissu sem upp kom í kjölfar fyrri dóms Hæstaréttar frá því í febrúar að mati FME. Til dæmis sé minni óvissa um hvaða viðmiðunardag skuli nota, í hvaða tilvikum geti talist vera um aðstöðumun að ræða og hvort horfa beri á einstakar greiðslur eða heildargreiðslu við endurreikning.

Á vef FME segir jafnframt að enn sé mörgum álitaefnum ósvarað og bindur stofnunin vonir við að þau prófmál, sem samstarf lánveitenda og fulltrúa lántaka um úrvinnslu gengistryggðra lána hafa valið til að reyna á útistandandi ágreiningsefni, muni endanlega leysa úr þeirri óvissu.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi