Flytjendur í Söngvakeppninni 2013

Mynd með færslu
 Mynd:

Flytjendur í Söngvakeppninni 2013

10.01.2013 - 16:51
Magni Ásgeirsson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Birgitta Haukdal og Klara Ósk Elíasdóttir verða á meðal flytjenda í Söngkeppninni í ár.

Fyrirkomulag keppninnar verður með breyttu sniði í ár, en haldin verða tvö undanúrslitakvöld sömu helgi, föstudaginn 25. janúar og laugardaginn 26. janúar n.k. í beinni útsendingu úr sjónvarpssal RÚV. Sex lög keppa hvort kvöld og mun símakosning skera úr um hvaða þrjú lög frá hvoru kvöldi komast áfram. Sex lög keppa því á úrslitarkvöldinu, en stjórnendur keppninnar hafa vald til að hleypa einu lagi til viðbótar áfram ef ástæða þykir til.

Úrslitin verða send út beint frá Eldborgarsal tónlistarhússins Hörpu laugardagskvöldið 2. febrúar kl. 20:00. Dómnefnd hefur helmings atkvæðavægi á móti símakosningu á úrslitakvöldinu. Þegar stigin hafa verið talin munu tvö stigahæstu lögin keppa innbyrðis. Þau lög verða flutt aftur og síðan kosið um það í símakosningu hvort lagið verður framlag Íslands þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2013 fer fram í Svíþjóð í maí næstkomandi.

Lögin verða frumflutt á Rás 2 frá og með mánudeginum 14. janúar. Einnig verður frá og með þeim degi hægt að hlusta á öll lögin á vefnum, www.ruv.is/songvakeppnin.

 

Augnablik

Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson

Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir

 

Ekki líta undan

Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson

Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Flytjandi: Magni Ásgeirsson

 

Ég á líf

Lag og texti: Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson

Flytjandi: Eyþór Ingi Gunnlaugsson

 

Ég syng!

Lag: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson og Ken Rose

Texti: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson og Hulda G. Geirsdóttir

Flytjandi: Unnur Eggertsdóttir

 

Lífið snýst

Lag: Hallgrímur Óskarsson

Texti: Hallgrímur Óskarsson og Svavar Knútur Kristinsson

Flytjendur: Svavar Knútur Kristinsson og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm

 

Meðal andanna

Lag: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir og Jonas Gladnikoff

Texti: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen

Flytjandi: Birgitta Haukdal

 

Sá sem lætur hjartað ráða för

Lag: Þórir Úlfarsson

Texti: Kristján Hreinsson

Flytjandi: Edda Viðarsdóttir

 

Skuggamynd

Lag: Hallgrímur Óskarsson og Ashley Hicklin

Texti: Bragi Valdimar Skúlason

Flytjandi: Klara Ósk Elíasdóttir

 

Stund með þér

Lag og texti: María Björk Sverrisdóttir

Flytjandi: Sylvía Erla Scheving

 

Til þín

Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson

Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen

Flytjendur: Jógvan Hansen og Stefanía Svavarsdóttir

 

Vinátta

Lag og texti: Haraldur Reynisson

Flytjandi: Haraldur Reynisson

 

Þú

Lag og texti: Davíð Sigurgeirsson

Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir