Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Flytja danska hermenn frá Írak

08.01.2020 - 17:39
epa06223451 Danish soldiers of NATO's Resolute Support Mission, secure the scene of a suicide bomb attack in Kabul, Afghanistan, 24 September 2017. According to reports at least five civilians were wounded when a suicide car bomber attacked convoy of Danish forces in Kabul.  EPA-EFE/JAWAD JALALI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Meirihluti danska herliðsins í Írak verður á næstunni fluttur til Kúveits í öryggisskyni, að því er Mette Fredriksen forsætisráðherra greindi frá í dag. Danskir hermenn dvelja í annarri herstöðinni sem varð í nótt fyrir flugskeytaárás frá Íran.

Forsætisráðherra sagði að ráðstöfunin væri tímabundin. Herliðið yrði sent til Íraks að nýju þegar það yrði talið óhætt. 133 danskir hermenn eru staðsettir í Ain Al-Asad herstöðinni. Um það bil eitt hundrað verða fluttir til Kúveits. Þeir hafa haft það hlutverk með höndum að þjálfa írakska hermenn. Þjálfuninni hefur verið hætt um óákveðinn tíma.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV