
Flytja búnað við gangagerðina í Eyjafjörð
Nú eru tólf dagar frá því vinna við sprengingar í Vaðlaheiðargöngum stöðvaðist eftir að vatnsæð opnaðist Fnjóskadalsmegin. Enn streyma þar um 440 sekúndulítrar úr berginu og göngin eru full af vatni á löngum kafla. Hitastig vatnsins er um 6,8 gráður og hefur kólnað nokkuð.
Allta kapp lagt á að hefja borun Eyjafjarðarmegin
Allt kapp er nú lagt á að geta hafið framkvæmdir Eyjafjarðarmegin í göngunum, þar sem heitt vatn stöðvaði framkvæmdir. Nýr og afkastameiri loftræstistokkur hefur verið settur þar upp og segir Valgeir það skila um helmingi meira lofti inn í göngin en áður. Vinnuaðstæður þar hafi því batnað talsvert. Þá sé öflugri loftblásari væntanlegur um miðjan maí. Öll áhersla sé nú lögð á að hefja sprengingar Eyjafjarðarmegin sem fyrst.
Byrjað að flytja búnað á morgun
Byrjað sé styrkja loft ganganna og vonandi verði menn komnir inn í botn eftir tvær vikur. Þá hefst þétting á heitu vatni sem streymir úr stafninum og segir Valgeir ómögulegt að meta hvað það taki langan tíma. Þá fyrst verði hægt að hefja borun og sprengingar Eyjafjarðarmegin aftur. Á morgun byrjar verktakinn við gangagerðina að færa búnað úr Fnjóskadal. Borvagninn kemur trúlega yfir Víkurskarð á föstudag eða laugardag og mun þá strax nýtast við þessi verkefni Eyjafjarðarmegin.