
Fluttur með sjúkraflugi frá Eyjum eftir árás
Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir til viðbótar í Eyjum í nótt en Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn segir að þær hafi verið minniháttar og óvíst hvort lagðar verði fram kærur vegna þeirra.
Einn gisti fangageymslur í nótt vegna ölvunaróspekta og alls hafa 35 fíkniefnamál komið upp á Þjóðhátíð um helgina – fá bættust við síðustu nóttina. Flest eru málin minniháttar en Jóhannes segir að í tveimur eða þremur hafi verið grunur um sölu og einhverjir sölumannanna hafi játað sök.
Spurður hvort einhver kynferðisbrotamál hafi komið upp segir Jóhannes að lögregla muni greina frá því ef ástæða þykir til.
Hátt í 400 tjaldgestir flúðu rokið og rigninguna inn í íþróttahúsið í Eyjum í nótt, flestir af efra tjaldstæðinu við Áshamar. Um þessar mundir streymir fólk niður á bryggju og út á flugvöll, að sögn Jóhannesar. Enn er strekkingsvindur en úrkomulaust.