Flúor í grasi yfir viðmiðunarmörkum

13.07.2014 - 12:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Talsvert meira flúor er í grasi víða við Reyðarfjörð, en viðmiðunarmörk kveða á um. Þetta er niðurstaða annarra mælingar Umhverfisstofnunnar á nokkrum stöðum í nágrenni álvers Alcoa fjarðaráls. Mælingin var gerð í seinni hluta júní.

Niðurstöður hennar eru að að meðaltali séu 43,6 míkrógrömm af flúori í hverju grammi af grasi. Þetta eru svipaðar niðurstöður og í mælingu fyrr í sumar - 10. og 11. júní. Þá mældist meðaltalið 46,7 míkrógrömm. Viðmiðunarmörk eru 40. Víða mælist mengunin meiri - á tveimur stöðum utan þynningarsvæðis álversins, mælist hún um og yfir 100.  

Flúormengun mældist yfir mörkum sumarið 2012 og nálægt viðmiðunarmörkum síðasta sumar. Nú er lokið tveimur mælingum af sex sem gerðar verða í sumar, á flúormengun í grasi.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi