Flugvélin sem flýgur með mjaldrana til Vestmannaeyja

Litla Hvít og Litla Grá.
Litla Hvít og Litla Grá. Mynd: Sea Life Trust

Flugvélin sem flýgur með mjaldrana til Vestmannaeyja

10.01.2019 - 10:09

Höfundar

Fréttavefurinn Hindu hefur birt myndskeið þar sem sýnd er flugvél Cargolux sem á að flytja tvo mjaldra til Vestmannaeyja í vor. Vélin er kyrfilega merkt mjöldrunum Little Grey og Little White. Flugleiðin frá Kína til Íslands er 9.600 kílómetrar og ferðalag mjaldranna er býsna flókið en þeir hafa verið í sérstakri aðlögun á Changfeng sædýrasafninu í Sjanghæ í Kína.

Til stendur að hafa mjaldrana til sýnis í Klettsvík í Eyjum en víkin var einnig heimili Keikó um tíma. Dýrin koma á vegum Merling Entertainment sem er eitt stærsta skemmtigarða og afþreyingafyrirtæki í heimi. Það rekur meðal annars alla átta Legoland-garðana, vaxmyndasöfn undir merkjum Madem Tussauds og London Eye-parísarhjólið.  Reiknað er með að mjaldrarnir komi til landsins í mars.

Mjaldrarnir hafa verið í nokkuð stífri aðlögun enda eru aðstæður í Eyjum allt öðruvísi en þeir hafa átt að venjast. Þeir hafa verið líkamsrækt til að byggja upp bæði styrk og þol 

Ferðalagið til Íslands er býsna flókið en Little Grey og Little White verður flogið til Reykjavíkur. Þar verða þeir settir í sérútbúna vöruflutningabíla og ekið til Landeyjahafnar. Þaðan verður siglt með þá til Vestmannaeyja. Þeim verður komið fyrir í sérstakri laug þar sem skoðað verður hvernig ferðalagið lagðist í þá.

Tengdar fréttir

Mannlíf

Mjaldrarnir í aðlögun fyrir Íslandsför

Náttúra

Samþykktu 20 ára leigusamning við mjaldrafélag

Umhverfismál

Hvalagriðland Merlin í Eyjum á lokametrunum

Vestmannaeyjabær

Mjaldrarnir fá kannski félagsskap í kvína