Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Flugslys í Istanbúl: Flugvél hlutaðist í þrennt

05.02.2020 - 21:49
epa08196022 Firefighters and medics try to evacute victims after a Pegasus Airlines plane has skidded off the Sabiha Gokcen airport runway in Istanbul, Turkey, 05 February 2020. Some 52 people were injured after the Boeing 737-800 internal flight from Izmir has skidded off a runway. The aircraft was carrying 177 passengers and six crew members according to media.  EPA-EFE/SEDAT SUNA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Einn lét lífið og 157 slösuðust í flugslysi á flugbraut í Istanbul í Tyrklandi í dag. Eldur kviknaði í vélinni sem hlutaðist í þrennt í harkalegri lendingu eftir að hafa runnið til á flugbrautinni. Mikið hvassviðri og úrhelli var á slysstað, segir í frétt AFP.

Flugvélin er af gerðinni Boeing 737 og var á vegum tyrkneska lággjaldaflugfélagsins Pegasus Airlines. Hún var að koma til Istanbúl frá hafnarborginni Izmir. 171 farþegi var í vélinni og sex manna áhöfn. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV