Einn lét lífið og 157 slösuðust í flugslysi á flugbraut í Istanbul í Tyrklandi í dag. Eldur kviknaði í vélinni sem hlutaðist í þrennt í harkalegri lendingu eftir að hafa runnið til á flugbrautinni. Mikið hvassviðri og úrhelli var á slysstað, segir í frétt AFP.