Flugslys í Afganistan

27.01.2020 - 11:30
Erlent · Afganistan · Asía
epa03529781 Afghan policemen carry a national flag as they stand in formation during their graduation graduation ceremony on the outskirts of Herat, Afghanistan, 10 January 2013. German authorities said on 09 January, it was unrealistic to expect a total US withdrawal from Afghanistan beyond 2014, when the US combat mission is slated to end. Speculation surrounding US troop levels in the country comes as Afghan President Hamid Karzai and US President Barack Obama negotiate a post-2014 security agreement on 11 January in Washington.  EPA/JALIL REZAYEE
 Mynd: EPA
Flugvél fórst í Ghazni-héraði í austurhluta Afganistans í morgun. Ekki er ljóst hve margir voru í vélinni eða hverrar gerðar hún var, en að sögn embættismanna var hún á leið frá Ghazni til Herat þegar slysið varð.

Þeir sögðu að vélin hefði frá afganska ríkisflugfélaginu Ariana, en forsvarsmenn þess segja enga af sínum vélum hafa farist. Afgönsk sjónvarpsstöð segir að vélin hafi skolli til jarðar á yfirráðasvæði Talibana og að afganskir sérsveitarmenn verði sendir þangað. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi