Flugi aflýst til og frá Ísafirði

05.02.2019 - 10:24
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Flugferðum Air Iceland Connect á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í dag hefur verið aflýst. Vindar eru óhagstæðir sem stendur á flugvellinum á Ísafirði og því var flugferðunum aflýst, samkvæmt upplýsingum frá Isavia.

Vonskuveðri er spáð víða um land í dag og hefur Veðurstofa Íslands gefið úr veðurviðvaranir á sunnan- og vestanverðu landinu og á Miðhálendinu. Ekki hefur verið gefið út slík viðvörun á Vestfjörðum, heldur er vindáttin á þann veg að ákveðið var að fella flugferðirnar niður.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi