Flugfreyjur WOW semja á ný

21.02.2018 - 09:55
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Flugfreyjufélag Íslands undirritaði í nótt nýjan kjarasamning við flugfélagið WOW air. Samningurinn gildir til 29. febrúar 2020. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á næstu dögu, að því er segir í tilkynningu frá Flugfreyjufélaginu.

Flugfreyjur WOW hafa í tvígang fellt kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Niðurstöður þeirrar síðari urðu ljósar í fyrradag. Þá sögðu 44% já og 54% nei. Sá fyrri var borinn undir atkvæði í desember og var felldur með svipuðum mun.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi