
Það var skammlíft, að því er fram kemur á vef Flugsafns Íslands, og var lagt niður ári síðar. Nýtt flugfélag með sama nafni var síðan stofnað árið 1928 og bauð upp á fyrsta farþegaflugið innanlands. Það hætti starfsemi árið 1931. Sex árum síðar var Flugfélag Akureyrar stofnað en heiti þess var breytt í Flugfélag Íslands árið 1940.
Flugfélag Íslands sameinaðist Loftleiðum árið 1973 undir nafninu Flugleiðir. nafnið var síðan tekið upp að nýju þegar innanlandsflug Flugleiða og Flugfélag Norðurlands, sem hafði aðsetur á Akureyri, voru sameinuð.
Í tilkynningu frá Air Iceland Connect segir að ástæðan fyrir nafnabreytingunni séu meðal annars aukin umsvif á erlendum mörkuðum, fjölgun ferðamanna, aukið samstarf við Icelandair og einföldun á markaðsstarfi. Það hafi valdið ruglingi að nota bæði heitin Flugfélag Íslands og Air Iceland eins og gert hefur verið. Vonast sé til að nýja heitið muni styrkja vörumerkið á alþjóðamarkaði.
Nafnabreytingin mun taka tíma, segir í tilkynningunni, en fyrst um sinn verði gamla lénið enn virkt en áframsenda notendur á nýjan vef félagsins.