Flóð og gróðureldar í Ástralíu

18.01.2020 - 03:38
epa08135171 Pedestrians hold umbrellas as they walk in heavy rain in Sydney's central business district (CBD), New South Wales (NSW), Australia, 17 January 2020. Sydney is expected to receive between 10 to 25 mm of rain on the day, while up to 50mm is forecasted for parts of NSW.  EPA-EFE/BIANCA DE MARCHI AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Úrkoma sem fylgir þrumuveðri síðustu daga hefur slökkt í nokkrum gróðureldum sem geisa víða á suðaustanverðri Ástralíu. Enn loga þó miklir eldar á sunnan- og suðaustanverðu landinu og valda mikilli eyðileggingu. Auk þess er úrkoma undanfarinna daga svo mikil að á nokkrum stöðum í landinu hafa vegir rofnað og ár flætt yfir bakka sína.

Veðurstofan í Queensland fylki varar við hættulegum flóðum á suðausturströndinni, rétt við fylkismörkin að Nýja Suður-Wales. Á aðeins hálfum sólarhring féll jafngildi þriggja mánaða úrkomu á Gold Coast svæðið í Queensland.

Í Nýja Suður-Wales, sunnan við fylkismörkin, glíma menn enn við fjölda gróðurelda, sem og í Viktoríufylki á suðausturodda landsins.. Þeim hefur þó fækkað úr ríflega hundrað fyrir nokkrum dögum síðan niður í 75 að sögn slökkviliðs fylkisins. Búist er við áframhaldandi úrkomu fram yfir helgi, eftir eitt lengsta þurrkatímabil seinni tíma í Ástralíu. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi