Flestir tvíburar á Íslandi

epa04456542 A undated handout image made available by NASA on 21 October 2014 showing part of the Large Magellanic Cloud (LMC), a small nearby galaxy that orbits our galaxy, the Milky Way, and appears as a blurred blob in our skies. The NASA/ESA Hubble
 Mynd: EPA - ESA/Hubble & NASA

Flestir tvíburar á Íslandi

30.12.2016 - 11:24

Höfundar

Nú líður senn að áramótum og margir velta fyrir sér hvað nýtt ár ber í skauti sér. Sumir leita svara í stjörnuspám, þó aðrir telji þær tómt bull. Þjóðskrá Íslands kannaði hvaða stjörnumerki eru algengust á Íslandi, og í ljós kom að flestir eru í tvíburamerkinu, eða 9% landsmanna, en fæstir eru steingeitur, eða rétt rúm 7%.

Ef miðað er við að Íslendingar séu 350 þúsund, þýðir þetta að um 31.500 eru tvíburar en 24.500 steingeitur.

Vetrarmerkin eru reyndar sjaldgæfust, en tæp 23% landsmanna eru sporðdrekar, bogmenn og steingeitur, sem eru um 80.500 manns, á meðan sumarmerkin - tvíburar, krabbar og ljón - eru tæp 27%, eða um 94.500 manns.

Ef stjörnumerki íbúa eru skoðuð eftir landssvæðum sést að flestir á Reykjanesi og Austurlandi eru ljón, flestir krabbar á Vestfjörðum á meðan flestir á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eru tvíburar.

Áhugasamir geta kynnt sér nánar skiptingu stjörnumerkja eftir landsvæðum eða eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu á vef Þjóðskrár Íslands.