Meirihluti landsmanna, rúm 56%, er mjög eða frekar andvígur því að áfengiskaupaaldur verði lækkaður úr 20 árum í átján.
Rúm 28% eru mjög eða frekar hlynnt því en rúm 15% eru hlutlaus. Þetta kemur fram í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins á dögunum samþykkti ályktun um lækkaðan áfengiskaupaaldur. Yfir helmingur, tæp 52%, fylgismanna flokksins eru andvígir því að lækka hann en rúm 37% hlynnt því samkvæmt könnuninni.