Flest dauðsföll vegna illkynja æxla

31.08.2019 - 14:01
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Á síðasta ári létust 2.252, þar af 1.137 karlar og 1.115 konur. Flestir karlar létust vegna illkynja æxla og þar á eftir vegna alzheimers sjúkdóms. Líkt og karlar voru konur líklegastar til að látast vegna illkynja æxla og þar á eftir vegna hjartasjúkdóma.

Þetta kemur fram í Talnabrunni embætti Landlæknis. Þar segir einnig að lengi vel hafi hjartasjúkdómar meðal karla verið helsta dánarorsökin en undanfarna áratugi hafi það verið að breytast. Lengi vel hefur hefur illkynja æxli verið algengasta dánarmein kvenna á Íslandi. 

Dánartíðni vegna hjartasjúkdóma hefur dregist verulega saman frá árinu 1996, að því er fram kemur í fréttabréfinu. HJá körlum hefur dánartíðni vegna hjartasjúkdóma dregist saman um tæplega 55 prósent og hjá konum um 46 prósent. Þá hefur dánartíðni vegna illkynja krabbameins einnig lækkað hjá báðum kynjum. 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi