Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Fleiri úr þjóðkirkjunni en í

11.07.2014 - 15:56
Mynd með færslu
 Mynd:
Alls skráðu 493 einstaklingar sig úr þjóðkirkjunni á öðrum fjórðungi þessa árs. Tæp 60 prósent þessa fólks skráðu sig ekki inn í annað trúfélag, en 76 þeirra skráðu sig inn í fríkirkjusöfnuði.

Á sama tímabili, frá aprílbyrjun til júníloka gengu 83 í þjóðkirkjuna.Þetta er svipuð þróun á ársgrundvelli og í fyrra en þá skráðu rúmlega 2.000 manns sig úr þjóðkirkjunni. Á síðustu tveimur áratugum hafa að öllu jöfnu á milli eitt og tvö þúsund manns skráð sig úr þjóðkirkjunni á ári hverju, með þeirri undantekningu að árið 2010 gengu rúmlega 5.000 manns úr þjóðkirkjunni.