
Fleiri ungmenni á Austurlandi kusu sameiningu
Kosið 26. október
Markmið skuggakosninganna var tvíþætt. Annars vegar að kanna skoðun ungmenna á sameiningunni og hins vegar að vekja athygli á kosningunum. Þann 26. október verður kosið um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Tóku málin í sínar hendur
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir er í ungmennaráðinu. Hún vonar að skuggakosningarnar hafi náð að vekja áhuga ungs fólks á svæðinu. „Þetta gekk bara rosalega vel. Með þessu erum við að reyna að vekja áhuga ungs fólks á kosningunum. Okkar fannst málið ekki nægilega kynnt fyrir ungu fólki svo við tóku málin í okkar hendur,“ segir Kristbjörg.
Minnstur vilji til sameiningar á Seyðisfirði
Afgerandi meirihluti ungmenna sem greiddi atkvæði með sameiningu sveitarfélaganna, eða 79% þeirra ungmenna sem kusu. Í Menntaskólanum á Egilsstöðum kusu 83% með sameiningu sveitarfélaganna fjögurra. Í grunnskólum á Fljótsdalshéraði kaus 81% með sameiningu. Á Seyðisfirði var kosning öllu jafnari en þar kusu 56% með sameiningu. Þá er enn beðið eftir tölum úr Djúpavogsskóla, að því er fram kemur á vef Fljótsdalshéraðs.