
Fleiri sveitarfélög geti innleitt Barnasáttmálann
„Við höfum ekki náð að anna eftirspurninni. Með þessum samningi við ráðuneytið munum við ná að auka fjöldann af þeim sveitarfélögum sem taka þátt,“ segir Bergsteinn. Það má ekki bara lögfesta þá endar sáttmálinn bara sem plaggat upp á vegg. Við verðum að innleiða hann markvisst og gera hann að veruleika fyrir börn,“ segir hann jafnframt.
Akureyri og Kópavogur hafa hafið innleiðingu Barnasáttmálans, fyrst sveitarfélaga. Á næsta ári er áætlað að sex sveitarfélög innleiði barnasáttmálann og tólf árið 2021. Félagsmálaráðuneytið hefur ráðið verkefnastjóra til að stýra verkefninu. Öllum sveitarfélögum verður boðið að nýta sér svokallað mælaborð um velferð barna innan sveitarfélagsins sem Kópavogsbær hefur þróað í samvinnu við UNICEF og félagsmálaráðuneytið.
„Við erum að vinna í því að taka allar tölur og tölfræði sem völ er á og koma saman upp mælaborði þar sem við getum mælt og fylgst með árangrinum til þess að geta tekið upplýstari ákvarðanir fyrir börn í ákvarðanatöku og stefnumótun sveitarfélagsins. Stefnumótun fyrir börn verður markvissari og drifnari af gögnum,“ segir Bergsteinn jafnframt.