Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fleiri kvarta yfir reikningum eftir Skaupið

05.02.2019 - 15:59
Mynd: RÚV / RÚV
Töluvert af kvörtunum hafa borist Neytendasamtkökunum vegna reikninga frá fjarskiptafyrirtækjum. Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að þessum kvörtunum hafi farið fjölgandi eftir Áramótaskaupið.

„Við höfum fengið í gegnum tíðina töluvert af kvörtunum. Og náttúrulega í kjölfar Áramótaskaupsins þá komst þetta svolítið í hámæli og síðan þá höfum við verið að fá töluvert af ábendingum og kvörtunum,“ segir Breki. 

Óskiljanlegir reikningar

Hann segir fólk aðallega kvarta yfir því að reikningarnir þeirra séu óskiljanlegir. „Það eru margir liðir og þar sem að fjarskiptafyrirtækin eru orðin meira heldur en bara að selja símaþjónustu þá er þetta orðið flóknara hjá þeim heldur en það hefur verið hjá þeim hingað til.“

Hvað gerið þið við þessar kvartanir?

Við höfum nú talað við símfyrirtækin og þau taka þessu nú flest vel og hlusta á okkur. Og ég veit að þau eru að skoða sinn gang og koma vonandi með góða lausn á þessu og taka ábendingum okkar innan skamms.“ 

Atriðið úr áramótaskaupinu má sjá í spilaranum hér að ofan.

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV