Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Fleiri ferðamenn og utanferðir Íslendinga

03.12.2014 - 23:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Rúmlega 915 þúsund erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll það sem af er ári. Það eru 176 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þetta eru tæplega fjórðungi fleiri en fyrstu ellefu mánuði ársins 2013 - eða 23,8 prósent.

Bandarískum og kanadískum ferðamönnum fjölgaði um tæp 34 prósent og breskum um 32 prósent.

Frá áramótum hafa 372 þúsund Íslendingar farið utan eða rúmlega níu prósent fleiri en á sama tímabili í fyrra en þá fóru 340.477 utan. Þetta þýðir að sumir landar hafa farið utan oftar en einu sinni og jafnvel oftar en þrisvar, þar sem Íslendingar eru ekki nema rúmlega 325 þúsund.