Fleiri eldar í Angóla en Brasilíu

27.08.2019 - 12:03
epa07791661 A general view of a fire in the Amazon of Rondonia, Brazil, 24 August 2019. Brazil began on 24 August to deploy 44 thousand soldiers it has in the vast Amazon region to fight forest fires.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Skógareldar hafa logað á fleiri stöðum í Angóla og Austur-Kongó en í Brasilíu undanfarna tvo til þrjá sólarhringa.

Þetta kemur fram á gervihnattarmyndum sem sérfræðingar hjá Weather Source hafa skoðað. Flestir hafi eldarnir verið í Angóla, ríflega 6.900. Í Austur-Kongó hafi þeir verið nærri 3.400, en rúmlega 2.100 í Brasilíu.  

Á síuppfærðu korti bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA má sjá hvar gróðureldar geisa í heiminum. Gróðureldarnir virðast vera lang þéttastir og útbreiddastir í mið- og sunnanverðri Afríku, Angóla, Austur-Kongó, Sambíu og Mósambík.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi