Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fleiri dauðsföll í Úganda vegna ebólu

13.06.2019 - 15:10
epa07645050 A handout photo made available by the World Health Organization (WHO) shows temperature screening at Mpondwe border point with DR Congo, near Bwera, Uganda, 09 May 2019 (issued 13 June 2019).  The WHO has confirmed a case of Ebola virus disease outbreak in Uganda.  EPA-EFE/WORLD HEALTH ORGANIZATION HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - WORLD HEALTH ORGANIZATION
Fimmtug kona lést í dag af völdum ebólu í Úganda, degi eftir að fimm ára barnabarn hennar lést af sömu orsökum. Þetta eru fyrstu ebólu-tilfellin sem greinast í landinu en faraldur geisar í nágrannaríkinu Austur-Kongó og þar hafa um 1.400 manns látist úr sjúkdómnum.

Konan og drengurinn eru talin hafa farið yfir landamærin frá Austur-Kongó til Úganda á sunnudaginn, eftir að þau smituðust.

Þrír sem taldir eru vera með ebólu hlupust á brott frá einangrunarstöð samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þrír aðrir eru í einangrun vegna gruns um smit og verið er að gera blóðprufur til að fá úr því skorið.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fundar á morgun um hvort lýsa skuli yfir alþjóðlegri heilbrigðisvá vegna ebólufaraldursins.

Læknirinn Jeremy Farrar, framkvæmdarstjóri hjálparsamtakanna Wellcome Trust, segir faraldurinn verri en þann sem geisaði í Austur-Kongó 2013 til 2016. Engin merki væru um að faraldurinn væri í rénun og útbreiðsla sjúkdómsins væri sorgleg en því miður ekki óvænt. Búast mætti við fleiri smitum og nauðsynlegt væri að alþjóðasamfélagið gripi til tafarlausra aðgerða.

Mynd með færslu
 Mynd: Wikicommons
Jeremy Farrar.