Fjórtán ára og gerir upp gamlan Ferguson

Fjórtán ára og gerir upp gamlan Ferguson

19.10.2015 - 21:27

Höfundar

Vilberg Víðir Helgason er tæpra 14 ára unglingur, sem hefur óbilandi áhuga á dráttarvélum. Þegar hann sá ríflega 60 ára gráan Ferguson auglýstan sló hann til og keypti gripinn fyrir fermingarpeningana sína. Sá gamli er kominn inn í bílskúr og Vilberg ætlar að taka næstu fimm ár í að gera hann upp.