Fjórir nautgripir drápust í óveðrinu

14.02.2020 - 20:28
Mynd með færslu
Mynd úr safni.  Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Fjórir nautgripir af bænum Keldum á Rangárvöllum drápust í óveðrinu í nótt í læk nærri bænum. Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum, segir þetta séu holdagripir sem séu hafðir úti.

Það hafi verið alveg blint í alla nótt og ekki stytt upp fyrr en um hádegi.

Drífa segir ekki rétt sem hefði komið fram í sjónvarpsfréttum um að átta nautgripir hefðu drepist á bænum og að tvísýnt væri um tvo til viðbótar. Þeir hafi verið níu sem fóru í lækinn en fimm hafi verið lifandi þegar gripirnir fundust síðdegis. 

Fjórir séu komnir í hús með hey og vatn og líði vel. Sá fimmti hafi ekki náðst inn og sé enn úti með hey.  

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV