Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fjórir leikir í körfunni í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Fjórir leikir í körfunni í kvöld

23.01.2020 - 11:29
Þrír leikir fara fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og einn í Dominos-deild kvenna. Allir leikirnir byrja klukkan 19:15.

Hjá konunum tekur Snæfell á móti Skallagrími klukkan 19:15 í Stykkishólmi. Þrátt fyrir að aðeins eitt sæti skilji liðin af í deildinni, Skallagrímur í því fimmta og Snæfell í því sjötta er mikill munur á stigum en Skallagrímur er með 20 stig en Snæfell 8.

Hjá körlunum fær Þór Þorlákshöfn fær KR í heimsókn á Þorlákshöfn, en KR-ingar eru fyrir leikinn í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig og Þór í því áttunda með 12 stig.

Fjölnir og Haukar mætast í Grafarvogi. Fjölnir hefur ekki átt sjö dagana sæla á í deildinni á tímabilinu en þeir sitja í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig. En Fjölnir vann  svo nokkuð óvæntan sigur á Keflavík í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á mánudag. Haukar eru í stjötta sæti deildarinnar með 16 stig.

Í Njarðvík fer framnágrannaslagur þegar Njarðvík mæti Grindavík. Njarðvík situr í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Grindvíkingar eru í níunda sætinu með 10 stig.

Tengdar fréttir

Körfubolti

Valskonur styrktu stöðu sína á toppnum

Körfubolti

Stjarnan á toppinn með sigri á Tindastól

Körfubolti

Keflavík vann grannaslaginn og fer á toppinn

Körfubolti

Haukar og Skallagrímur sækja að Keflavík