Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Fjórir dæmdir fyrir brot gegn dreng

15.11.2011 - 11:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Fjórir sjómenn voru í Héraðsdómi Reykjaness í gær, dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta gegn þrettán ára dreng, sem var með þeim á skipinu. Einn þeirra var sakfelldur fyrir að ota kynfærum sínum sínum að andliti hans, annar fyrir að halda honum á meðan.

Einn var sakfelldur fyrir að kveikja á klámmynd i sjónvarpstæki í setustofu, þar sem pilturinn var að horfa á sjónvarp. Sá þriðji var sakfelldur fyrir kynferðislega háttsemi, með því að viðhafa við hann samfarahreyfingar, þar sem hann var að vinna við vinnsluborð. Sami maður og hinn fjórði voru sakfelldir fyrir að viðhafa annars konar samfarahreyfingar við drenginn á skipsdekkinu. Fjórmenningarnir voru ákværðir fyrir fleiri brot en sýknaðir af þeim.

Sakborningarnir og aðrir skipverjar, sem báru vitni vitni; töldu að móralinn um borð hefði verið fínn, fíflagangur náttúrulega, góður mórall en grófur eins og alltaf um borð í skipum. Þannig upplifði þrettán ára drengurinn það ekki. Samkvæmt vitnisburði sálfræðings var hann var sjóveikur alllan tímann, niðurlægður með orðum og gerðum og óttaðist að sér yrði nauðgað. Skipsfélagar hans voru dæmdir í allt að þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið og til að greiða allan sakarkostnað